Hvað er P-DTR?

P-DTR er einstök taugameðferð sem byggð er á taugalækningum, líftæknifræði, taugalífeðlisfræði, líffærafræði og miklum rannsóknum.

Í P-DTR meðferð er unnið með miðtaugakerfið.

Í stuttu máli sagt er P-DTR meðferð þægileg nálgun á fræðilegum taugalækningum.

Uppsprettan fyrir þessari tækni er fyrst og fremst sótt í verk Dr. Jose Palomar sem er bæklunarskurðlæknir en hann er með mikla reynslu og skilning á taugalækninum,lífeðlisfræði og bæklunarlækningum.

Þeir sem eru meðhöndlaðir með P-DTR meðferðinni geta fengið að upplifa og sjá hvernig taugakerfið vinnur í rauntíma, með hjálp meðferðaraþega.

Það sem er sérstakt með P-DTR meðferðina er skilningur á því hlutveki sem taugaendarnir gegna í virkni og ferlum miðtaugakerfisins og þannig skilur meðferðaraðilinn og metur hvers konar truflun, verkir eða einkenni sem við erum að upplifa á mannlegu formi og leiðréttir það þá í taugakerfinu.

 

Hvað er hægt að vinna með P-DTR og hvað ekki?

P-DTR vinnur með fúnksonal vandamál. Meðferðin hefur góð áhrif á taugakerfi líkamans almennt, meltingakerfið, stoðkerfið, blóðrás og sogæðakerfið.

Það sem P-DTR meðhöndar ekki er bráðabólgur í innyflum, meðfædda sjúkdóma, og sjúkdóma þar sem taugastarfsemi er undir áhrifum t.d æxlis eða dauðra tauga.

 

Hvernig fer meðferðin fram?

Meðferðin er mismunandi eftir hvað er verið að vinna með getur tekið frá 45-60 mín og gengur þannig fyrir sig að þú situr eða liggur á bekk og ég notast við vöðvatest til að fá rétt svar frá taugakerfinu, svo P-DTR er ekki nudd og flokkast sem mjúk meðferð. Mælt er með að koma í þægilegum fatnaði sem gott er að vinna í gegnum.