Epli eru uppfull af vítamínum, steinefnum, kolvetnum og ensímum (og þar á meðal pektín). Pektín er ensím sem nýtist við niðurbrot próteina í meltingarveginum, og virkni þess stjórnast af sýrustigi meltingarfæra. Eplaedik er náttúrulegt efni sem unnið er úr ferskum, þroskuðum eplum sem eru látin gerjast. Úr því fæst eplacider sem er látinn gerjast aðra umferð og verður þá til eplaedik. Það inniheldur öll þau næringarefni sem eplið sjálft býr yfir en við gerjunina myndast fleiri góð efni. Til dæmis eykst magn ensíma og góðra gerla en það er mikilvægt fyrir uppbyggingu heilbrigðrar þarmaflóru. Ef þarmaflóran er í ójafnvægi kallar það á magavandamál sem veldur svo lélegu ónæmiskerfi. Með lélegu meltingar- og ónæmiskerfi koma fram mörg önnur vandamál eins og sveppasýking, höfuðverkur, munnangur, aukin slímmyndun, ofnæmi, húðvandamál, vefjagigt, liðagigt, síþreyta, andlegt ójafnvægi, meiri viðkvæmni fyrir pestum og lengi mætti telja. Ef ekkert er að gert getur það valdið enn alvarlegri sjúkdómum.

Þar sem eplaedik inniheldur lifandi góða gerla stuðlar það að betri þarmaflóru sem veldur betri og örari meltingu.

Sýrustig líkamans er mjög umtalað vandamál. Eplaedikið hefur þann eiginleika að gera líkamann basískari. Það virkar vel gegn brjóstsviða, bjúgsöfnun og ýmsum húðvandamálum, en þarf að nota í réttu magni og á réttan hátt. Eplaedik er mjög súrt þó það virki basískt á líkamann og húð. Ef húðin er mjög viðkvæm þá má blanda eplaedikið með vatni eða hreinni ólífuolíu.

Epla cider edik, ósíað / Apple Cider Vinegar with the mother

Inntaka með hunangi
Meltingin getur orðið betri þar sem eplaedik virkar sem náttúrulegur acidophilus Mælt er með því að blanda 2-3 matskeiðum í volgt vatn. Blanda í það 1 teskeið af lífrænu hunangi og drukkið tvisvar á dag. Þetta bragðast eins og gott te. Ef ástandið er slæmt má auka skammtinn í 4 matskeiðar þrisvar sinnum á dag en minnka aftur þegar ástandið batnar.

Inntaka án hunangs
1tsk – mtsk í glas af vatni á morgnana. Það er líka ráðlagt að taka inn eplacider edik fyrir matinn til að aðstoða meltinguna og insúlín næmina og sérstaklega fyrir inntöku af meira magni af sykri eða kolvetnum en venjulega.

Á útvortis bólgur má nota eplaedik óblandað í bakstra. Það má bera óblandað eplaedik á sár, bólgur, marbletti og fl. Gott til að leggja við mar eða tognun ökkla eða annara liðamóta. Klútur er vættur í eplaediki og lagður beint á marið eða bólgna svæðið og svo vafið með eldhúsplastfilmu (vitavrap) svo klúturinn þorni ekki. Haft á í 1-2 klst. Ef sár er á húð þarf að þekja sárið með vasalíni/júgursmyrsl fyrst.

Eplaedik er mjög gott til að jafna sýrustig líkamans og koma honum þannig í hlutlausan einnig hefur það sýkla- og bólgueyðandi áhrif án aukaverkana.

Apple cider vinegar:
Jafnar blóðsykur
Bætir insúlínnæmi
Bætir meltingu og hægðartregu
Virkar á fitubrennslu
Lækkar kólesteról
Lækkar háan blóðþrýsting

Apple cider vinegar inniheldur :
• magnesium
• járn
• forfor/brennisteinsefni
• mangan
• amínosýrur
• andoxunarefni
• aðeins 3 hitaeiningar/tsk
• má taka á föstu