Jórunn Símonardóttir

Ég kynntist bowen árið 2007 þegar ég var búin að eignast frumburðinn, Gabríel Bjarma. Hann fékk það sem kallast ,,magakveisa” og ég byrjaði á því eins og flestir foreldrar að skunda með litla gullmolann til læknis. Einu svörin sem ég fékk voru að drengurinn myndi gráta svona sárum gráti næstu átta vikurnar svo yrði þetta búið. En ég var ekki tilbúin til að hlusta á barnið mitt kveljast svona eina mínútu í viðbót svo ég fór að leita allra annarra hugsanlegra ráða.

Yndisleg frænka mín sagði mér að prufa að fara með hann í bowen en það hafði virkað mjög vel á strákinn hennar. Þar tók bowentæknirinn við honum og var örugglega ekki lengur en þrjár mínútur með hann. Mér sýndist hann ekki gera neitt neitt nema einhverjar smáhreyfingar á litla kútnum, þegar hann rétti mér svo drenginn aftur sagði hann að oft yrði mikil losun hjá börnum eftir bowenmeðferð annað hvort upp eða niður en þá væri þetta líka búið …spennan farin.

Ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg að kaupa þessar smáhreyfingar. Þetta tók enga stund og svo bara búið? Af hverju var þetta bowen þá ekki á allra vörum? En viti menn þetta stóð heima. Drengurinn minn skilaði bæði mjög miklu upp og niður og varð pollrólegur upp frá því.

Þarna hafði fræi verið sáð sem tók svo að vaxa. Þaðan var ekki aftur snúið og hálfu ári seinna var ég komin á fullt að læra bowen og farin að nota það á fjölskylduna,vini og vinnufélaga.

Ég byrjaði að læra í október 2007 og strax í nóvember gat ég hjálpað fólki með ótrúlegum árangri. Sumir flokkuðu það meira segja undir kraftaverk en ég held að í flestum tilvikum hafi ég verið sú sem varð mest hissa á útkomunni.

Og þó ég hafi bara ætlað í þetta fjölskyldunnar vegna hefur boltinn rúllað og nú er ég að taka fólk í meðferðir, einnig hef ég verið ritari í stjórn Bowentæknifélags Íslands byrjaði svo að aðstoða við kennslu, árið 2013 fór ég svo í kennaranám til Bretlands og tók svo við kennslunni hérna heima á Íslandi. 

Árið 2014 tók ég við Bowen kennsluni fyrir Ísland.
www.bowenskoli.is

Árið 2016 opnaði ég  Heilsumiðstöð Reykjavíkur sem er nú staðsett að Suðurlandsbraut 30 og vinn ég þar í teymi með öðrum meðferðaraðilum.
www.heilsumidstod.is

Árið 2018 hóf ég nám í P-DTR sem er á vegum P-DTR GLOBAL Dr. Jose Palomar í fararbroddi.
https://pdtr-global.com/

Í byrjun 2020 fór ég að meðhöndla fólk með P-DTR með frábærum árangri.

P-DTR leiðréttir rangar upplýsingar frá taugalerfi hvort sem um er að ræða verki, stoðkerfi, bólgur eða andleg áföll,
á meðan Bowen vinnur með bandvef líkamas í gegnum léttar, rúllandi hreyfingar sem slaka á bandvef líkamans sem losar úr spennu.

Í dag vinn ég  bæði með Bowen og P-DTR -meðferðina í bland í tímum sem og í sitt hvoru lagi.

Ég er líka alltaf að bæta við mig meira og meira í námi, reynslu og innsæi.

Jórunn Símonardóttir

P-DTR / Bowentæknir

E.C.B.S Bowentækni kennari á Íslandi